sunnudagur, febrúar 25

if I lay here, would you lie with me?

þetta er póstur no.295
bara fimm í viðbót og þá er ég komin í 300..
hmmm ég byrjaði að blogga í mars 2004 þegar ég fór í ,,litla" ferð um bna (eitt lítið tár slapp við þessa upprifjun..).
þá hef ég verið að blogga núna í næstum akkurat 3 ár.
ég á semsagt bæði 3 ára blogg afmæli bráðum sem og póst númer 300..
tilviljun?
meðaltalið er þá 100 blogg á ári.
það eru rétt rúmlega 8 blogg á mánuði.
eða rétt 2 í hverri viku.

merkilegt þegar þetta er svona tekið saman.
ég og vala mín á árshátíð sálfræðinema núna um daginn í skíðaskálanum hveradölum.
stundum finnst mér eins og ,,örlögin" séu að pissa á mig.
ég hef heyrt svo ótrúlega margt um þennan skála frá ónefndum dana sem ólst upp þarna.
það verður að játast að ímyndunaraflið fór aðeins á flug, lítill hrokkinhærður piltur lentur í shining aðstæðum....
hann á jú ímynaða vini svo þetta er ekki svo fjarri veruleikanum....


ég hef verið löt við að blogga undanfarið og ég veit uppá mig sökina.
ég hef bara ekkert verið neitt sérstaklega málefnaleg.
það sem mig langar mest til að tjá mig um geri ég við stelpurnar.
það sem ég má ekki tjá mig um ,,opinberlega" geri ég við vinnufélagana og undir rós með stelpunum.
ég spái því að allir sem standa mér nálægt munu æla á mig og vinnuna mína sem ég tala um í dulkóðuðu morse máli, áður en ég næ þeim merka áfanga, fastráðning.
það er bara þannig þessa dagana að ég geri fátt annað en að vinna og þykjast fara í skólann.

BA verkefnið á hug minn allann þessa dagana og mig langar til að fá niðurgang á hina tímana sem ég er í.
ég held mér gæti ekki verið meira sama um hljóðskynjun, carl rogers og skynvillur og persónuleikakenningar.
en BA-inn er annað mál.
þetta fagra sunnudagskvöld fór til að mynda í heimildaleit.
á morgun hittum ég og Ásrún samstarfskona mín leiðbeinandann okkar þar sem við kynnum henni fyrstu keyrsluna á spurningalistanum okkar og hvernig til tókst.
markmið mars mánaðar er að legga listann fyrir um 200 manns og svo pikka hann inn í SPSS og kannski jafnvel hugsanlega vinna úr honum.
mjög spennandi allt saman.
hver hefði haldið að það leyndist lítill hagfræðingur í stelpunni?

að öðru, svo virðist vera sem að sígaunaspákonan í boston hafði rétt fyrir sér.
karmað mitt er ekki í lagi.
það er eitthvað brenglað og mig vantar tækin til að laga það. ég trúi ekki að það eitt að fara í ræktina muni kippa öllu í lag, nei það er eitthvað stærra og eitthvað meira. ég bara veit ekki hvað það er...

fór í vinnuhitting í gærkveldi. þar var snæddur afbragsgóður krónhjörtur. mæli með honum, betri en kengúra og betri en hreindýr fannst mér. foisgras var samt ekkert til að tala um, ég setti spurningamerki við framreiðsluna á því og hvort kokkarnir hafi gert sér grein fyrir að þetta brúna mauk var einu sinni útúrtroðinn frönsk gæs?
hvað um það, maturinn var góður.

kannski þarf ég bara að blogga meira og þá kemst allt í lag.hmmm.

veiga bollalesari bað mig um að vera dannaðri í vinnunni.
ég fattaði í gær hvað hún meinti.
,,hvenær sigu eistun á þér niður?"
þetta gólaði ég á fyrsta rauðvínsglasi yfir rólegum dinner á samstarfsmann minn sem ég var nb að hitta í fyrsta skiptið.
ég gleymdi mér aðeins í samræðunum sem ég var í um kynþroska karlmanna.
samstarfsmaðurinn sagðist ekki muna svara slíkri spurningu og gaf mér ónotalegt lúkk.

ég reyndi að klóra í bakkann með því að afsaka mig með áköfum þorsta í anatomíu karlmannslíkamans (sem og rauðvíni sem ég var á þessum tímapunkti farin að þamba).

ég held hann hafi samt fyrirgefið mér, fyrir rest amk.

það er annað, í mínum munni leynist lítill sjóari. staðalímynd munns og sjóara er jú mikið um blót og klámfengin orð eða eins og arna mín segir stundum ,,sigríður, þú ert sorakjaftur stelpa".
ég fattaði það um helgina að sorkjaftur virkar trukkalessulega.
ég vil ekki vera gyða sól.
ótti minn var staðfestur af samstarfsmanni sem kallaði mig strákastelpu sem hafði aldrei leikið sér með dúkkur..
ég var ekki bara sár yfir þessari athugasemd frá honum heldur líka móðguð.
ég lék mér ekkert minna með dukkur en nein önnur stelpa sem ég þekki.
ég bara átti líka he-man og bíla og transformers og thundercats.
en samt voru leikrinir með stelpulegu ívafi.
he-man var alltaf að fara bjarga damsel in distress og bílarnir urðu skotnir í öðrum bílum...

ég er stelpa alla leið.
mjög stelpuleg stelpa.
fyrrverandi sagði að ég væri pollýana.
það er þó skárra en gyða sól.
ég ætla að halda pollýönu leiknum áfram en minnka gyðu sól, horfi kannski bara á my fair lady og reyni að pikka upp einn eða tvo pointers...

ég benti svala starfsmannastjóra á að hver einn og einasti vinnustaður ætti að hafa einn samkynhneigaðn karlmann í vinnu, bara svona móralslega séð.
ég er ekki frá því að svala finnst ég snar og eg vona hann viti ekki að ég sé bara lausráðin enn sem komið er...
stundum er betra bara að þegja.
ég held að 85% af tímanum sem ég tala þá gæti ég alveg eins þagað því að ég hef ekkert málefnalegt að segja. stundum bara hugsa ég upphátt og það er ekki gott. ég komst upp með það í odda en ekki í borgartúninu..
ég þarf klárlega að skoða þessi mál.
tala minna og ______ meira.

ég ætla að vera duglegri að blogga. þetta var bara spurning um að byrja aftur, núna á ég erfitt með að hætta...

ég sakna þess að fá komment og spá og spöglera hvort ég hafi ekki náð að kreista fram smá bros i einhverjum...

siggadögg
- sem vantar 1.5 milljón til að geta kannski hugsanlega keypt sér íbúð einhvertíma-

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga mín, þú ert engin Gyða Sól. Og hvað veit ég um hvenær á að halda kjafti? Mér hefur oft verið sagt að ég ætti að fara yfir setningarnar í huganum áður en ég segi þær upphátt. En það er bara svo fjandi leiðinlegt. Mikla betra að vera spontant og "real". Er það ekki annars?

p.s. í íslenskutíma var mér kennt að byrja aldrei setningar á "og". Það er það eina úr íslenskukennslunni sem ég hef meðvitað ákveðið að fara ekki eftir. Bara svona ef þú skyldir vita það...

Arna.

eks sagði...

JEEEEAAAAAA

Sigga Dögg sagði...

ég er að prufa nýtt með því að byrja setningar á OG. ég man eftir reglunni en er að prufa smá stílbrot. kannski er það ekki málið....
en já arna mín, spontant og móðgandi á köflum, það erum við víst...

Kleina sagði...

Ég byrja oft setningar á Og, þó ég viti líka um þessa reglu...

Gott að sjá smá skrif hjá þér Sigga mín þar sem ég er bundin heima ALLA daga þessa stundina. Sakna ykkar allra og kaffipása í Odda, verst að við verðum flest útskrifuð eða næstum það þegar ég verð komin á fullt aftur næsta haust...

Vala sagði...

heyrðu - við skulum ekki gleyma hagfræðigaurnum sem hélt BA námskeiðið um daginn...hann vildi halda því fram að það væri sko ekkert að því að byrja setningar á og...og að það kæmi bara ekki neinsstaðar fram í málfræðireglum...

Kleina sagði...

hey eigið þið glósur, eða Vala glósudrottning, átt þú glósur frá þessum fyrirlestrum, ég gleymdi nefninlega að fara? steins@hi.is

Nafnlaus sagði...

hey ya it was about time va hvad eg var buin a sakna tin

love auntie